Skip to main content

Unglauf er nýstofnuð ungliðahreyfing á vegum LAUF- félags flogaveikra á Íslandi.
Ungliðahreyfingin stendur nú fyrir sjálfsstyrkinganámskeiði fyrir ungt fólk innan LAUF frá klukkan 17.00-20.00 þann 19. nóvember og aftur á sama tíma þann 21. nóvember. Námskeiðið fer fram í Hátúni 10b, í kaffistofu á jarðhæð, og boðið er uppá kvöldverð bæði kvöldin.
Kristín Tómasdóttir mun kenna námskeiðið sem hefur þrjú markmið:
1) Að þátttakendur læri að þekkja hugtakið sjálfsmynd.  2) Að þátttakendur læri að þekkja eigin sjálfsmynd.  3) Að þátttakendur læri leiðir til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd.
Á námskeiðinu verða fyrirlestrar, opnar umræður, leikir, verkefni og pínu einstaklingsráðgjöf, í senn skemmtilegt og fræðandi!
Allt ungt fólk í LAUF er velkomið þeim að kostnaðarlausu.