Skip to main content

Purple Day – Fjólublái Dagurinn, 26. mars.

Alþjóðlegur dagur til vitundarvakningar um flogaveiki.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur í tugum landa um allan heim, í öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu.

Fyrsti Purple Day var haldinn árið 2008 í Nova Scotia, Kanada. Upphafsmaður er ung stúlka, Cassidy Megan. Árið 2008 var hún aðeins níu ára gömul og hafði lengi háð harða glímu við sína flogaveiki. Hennar eigin orð: „Mig langaði að hafa einn dag þar sem allur heimurinn gæti sýnt fólki með flogaveiki stuðning og við gætum frætt fólk um flogaveiki.“

Nú, árið 2013, ætlum við LAUF að halda okkar fyrsta Fjólubláa Dag.

Bíðið spennt, nánari upplýsingar munu birtast á næstu dögum.