Skip to main content

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun.

Boðið er upp á 5 mismunandi flokka, eftir því hve mikinn stuðning þátttakendur þurfa.

Námskeiðin hefjast í október.

Námskeiðin eru ætluð öllum börnum og ungmennum sem stríða við einhvers konar fötlun eða skerta getu vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

Frekari upplýsingar og skráning er hjá Auði G. Sigurðardóttur, s: 899-7299 eða 898-6017, svo og í netfanginu: reidnamskeid@gmail.com