LAUF – félag flogaveikra býður félagsmönnum sínum og gestum þeirra í haustferð laugardaginn 15. september 2012.
Ferðatilhögun:
kl.10,00 mæting við Hátún 10B
kl.10,30 lagt af stað
Keyrt verður um Þrengsli, gegnum Eyrarbakka og um Ölfusið, gegnum Selfoss og upp að Þrastalundi, þar verður boðið upp á súpu og brauð í fallegu umhverfi. Síðan verður keyrt á Þingvelli, stoppað við Hakið og svo skoðum við Þingvallakirkju. Á heimleiðinni ætlum við svo að gera stutt stopp í Reykjadal, þar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur dvalarstað fyrir fötluð börn, og fáum við skoðunarferð um staðinn.
kl.15,30 komið aftur að Hátúni 10B
Fararstjóri verður Guðrún Kr Þórsdóttir, djákni og leiðsögumaður
Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku sem fyrst og eigi síðar en mánudaginn 10.september kl.15,00.