Okkur hefur borist svohljóðandi erindi frá Thelmu Þorbergsdóttur.
Thelma Þorbergsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir vinna nú að útgáfu bókar. Bókin verður fyrst og fremst sjálfshjálparbók en einnig til almenns lesturs og mun innihalda frásagnir foreldra fatlaðra og/eða langveikra barna og barna með sérþarfir af einhverju tagi. Þær vilja gjarna hafa sögurnar sem fjölbreyttastar og leita því að foreldrum sem hafa sögu að segja frá eigin reynslu sem gæti hugsanlega nýst öðrum í sömu eða svipaðri stöðu. Hver saga verður ca 3-5 bls í word og mun falleg mynd af barninu fylgja frásögninni. Allar sögur þurfa að hafa borist fyrir lok júní því áætlaður útgáfutími bókarinnar er september 2012. Áhugasamir geta haft samband við Thelmu í síma 698-7429 eða í netfang: thelma.thorbergs@gmail.com