Við hjá LAUF höfum að undanförnu beint sjónum að flogaveiki hjá eldra fólki. Í fyrra kom út bæklingur um þetta efni og í LAUF blaðinu sem út kom rétt fyrir jólin var stórt viðtal við Sverri Bergmann taugalækni og eldri borgara um m.a. þetta málefni. Við vorum líka búin að semja við Sverri um að halda fyrir okkur fræðslufyrirlestur um þessi mál á fundi nú í lok febrúar. Sverrir lést skyndilega nú nýverið og því verður ekki af þeim fundi. Við hjá LAUF sendum fjölskyldu Sverris, samstarfsfólki og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og þökkum honum samstarfið.