Kæru félagar
Í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli Laufs – Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, langar okkur að bjóða þér til afmælisfagnaðar þann 28.03.2009 í safnaðarheimili Áskirkju, Vesturbrún 104, neðri sal (gengið inn að neðanverðu, þar eru líka bílastæði).
Afmælisfagnaðurinn hefst klukkan 15:00 og í boði verða léttar veitingar og skemmtiatriði.
Þeir sem koma fram eru:
- Þorlákur Hermannsson formaður
- Stúlkur úr Þjóðlagasveit Akraness
- Töframaðurinn Lalli
- Halldór Gylfason, leikari
- Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur
Vonandi sérð þú þér fært að koma og gleðjast með okkur á þessum merkisdegi í sögu félagsins.
Stjórn Laufs