Skip to main content


Ferðastyrkir

Evrópuráð alþjóðasamtaka flogaveikra, EREC, hefur ákveðið að veita nokkra styrki til þátttakenda til að aðstoða þá með ferðakostnað, hótel kostnað og ráðstefnugjöld. Þeir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir einstaklinga með flogaveiki, fólk sem vinnur hjá samtökum flogaveikra eða á öðrum vettvangi með flogaveikum. Ferðastyrkirnir er hugsaðir fyrir tvo aldursflokka, fólk á aldrinum 18-30 ára og fólk eldra en 31 árs. Umsækjendur þurfa því að tilgreina aldur í umsókninni.

Sækja þarf skriflega um styrkinn og á heimasíðu ráðstefnunar má finna umsóknareyðublað sem hægt er að senda með pósti, tölvupósti eða faxa til ritara ráðstefnunnar. Þeir sem fá styrk þurfa að skrifa stutta skýrslu þar sem þeir lýsa reynslu sinni og skoðunum á ráðstefnunni. Nú er hver að verða síðastur til að sækja um en umsóknafresturinn rennur út 14 maí.

Heimasíða ráðstefnunnar er http://www.epilepsyandsociety.org/. Nánari upplýsingar um styrkinn má finna á heimasíðunni undir Bursaries.