Skip to main content

Aðalfundur Laufs, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki verður haldinn laugardaginn 5. apríl 2008 að Grand hótel Sigtúni 38 Reykjavík, í sal sem heitir Lundur. Fundurinn hefst klukkan 11:00.
Aðalfundarboð hafa verið send til allra félagsmanna ásamt nýjum bæklingi sem félagið er að kynna. Bæklingurinn heitir „Við viljum sjást“ og fylgir armband með. Þetta átak er gert til að auka þekkingu á flogaveiki og efla öryggi flogaveikra í sundi.
Ef þú félagsmaður góður hefur ekki fengið fundarboðið í hendur vinsamlegast hafðu þá samband við okkur á skrifstofunni.