Eru þetta bæklingar sem LAUF hefur gefið út og voru þeir afhentir í sundpoka sem SPRON var svo vinsamlegt að gefa félaginu. Þarna eru meðal annars tveir bæklingar sem komu út í janúar: Börn með erfiða flogaveiki og Börn með væga flogaveiki. Þessa bæklinga er hægt að nálgast útprentaða á skrifstofu LAUFs og á tölvutæku formi hér á heimasíðunni undir Útgefið efni. Með þessu er verið að reyna að sjá til þess að foreldrar barna sem greinast með flogaveiki fái góðar upplýsingar um sjúkdóminn. Einnig er verið að kynna félag sem flogaveikir og aðstandendur geta leitað til.