Er þrisvar sinnum meiri heldur en hjá öðrum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var við háskólasjúkrahúsið í Árósum og rannsóknarmiðstöðvar við háskólann í Árósum.
Niðurstöður gefa þar að auki til kynna að meðal kvenna með flogaveiki eru meiri líkur á sjálfmorðum heldur en meðal karlmanna með sama sjúkdóm. Enn meiri aukning á sjálfsmorðum er meðal sjúklinga með flogaveiki fyrstu sex mánuði eftir greiningu.
Könnuð voru 21.169 sjálfsmorðstilvik sem tekin voru úr skýrslu um andlát eftir dánarorsökum á árunum 1981-1997, og hjá 423.129 einstaklingum í samanburðarhópi. Í rannsókninni kom í ljós að af þeim sem frömdu sjálfsmorð voru 492 einstaklingar með flogaveiki í samanburði við 3.140 einstaklinga í samanburðarhópnum. Þetta svarar til að sjálfsvígshætta hjá fólki með flogaveiki er 2,32% á móti 0,74% hjá samanburðarhópnum. Þar með var þrisvar sinnum hærri sjálfsmorðstíðni hjá fólki með flogaveiki en hjá öðrum.
Eftir að búið var að taka tillit til ýmissa þátta s.s. geðræna sjúkdóma, atvinnuþátttöku, efnahags- og hjúskapastöðu var hættan á sjálfsmorðum helmingi meiri hjá fólki með flogaveiki.
Rannsakendur komast að eftirfarandi niðurstöðu: „Að fólk með flogaveiki hefur aukna áhættu varðandi sjálfsmorð, einnig þegar tekið er tillit til geðræna sjúkdóma og annarra félagslegra þátta. Rannsóknir okkar gefa til kynna að fólk sem er nýgreint með flogaveiki er mikill áhættuhópur sem huga þarf sérstaklega að.“
Rannsóknin var gerð af J. Christensen, M. Vestergaard M, P B Mortensen og P. Sidenius frá Taugalækningadeild háskólasjúkrahúsins i Árósum og klíniskri lyfjafræðideild við sama sjúkrahús. Rannsóknin var birt í alþjóðlegum tímariti The Lancet Neurology.
( Heimild heimasíða samtakra flogaveikra í Danmörku; www.epilepsiforeningen.dk/aktuelt/aktuelt0701.htm)