Þátttakendur ákveða sjálfir vegalengdina og greiðir Glitnir 500 krónur til góðgerðarmála fyrir hvern kilómetra sem þeir hlaupa. Einnig geta vinir og velunnarar þessara viðskiptavina heitið á þá í hlaupinu með því að skrá áheitin á www.marathon.is. Þannig hvetja þeir viðkomandi til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða. Kjörorð hlaupsins er Allir sigra! og vísar það til þess að allir geti tekið þátt og fundið vegalengd við sitt hæfi. Hvernig væri að félagar og velunnarar Laufs tækju sig saman og skráðu sig í Reykjavíkurmaraþon Glitnis til að leggja góðu málefni lið og efla þannig samtökin enn frekar? Hlaupum til góðs og söfnum áheitum!