Skip to main content

Til að námskeiðið gæti orðið að veruleika þurft að ná saman sem líkustum einstaklingum í hóp. Um gat verið að ræða börn á aldrinum 12-13 ára með flogaveiki, systkini barna með flogaveiki og þá helst kynjaskiptum hópum o.s.frv.. Við ætlum að gera eina tilraun enn til að láta á það reyna hvort félagar geti ekki nýtt sér slíkt tilboð og því höfum við haldið opnum þeim möguleika að fara af stað aftur í haust ef næg þátttaka fæst. Ef það er einhver þarna úti sem hefur áhuga á að nýta sér þetta tilboð er sá hin sami beðin um að hafa samband við okkur og skrá sig á skrifstofu Laufs s. 551-4570 eða á netfangið: lauf@vortex.is