Skip to main content


Samstarfssamningur Prooptik Gleraugnaverslanna og Laufs Pro Optik kjarabót fyrir alla félagsmenn
Pro Optik gleraugnaverslanir sem eru hluti af keðju 134 verslanna í fjórum löndum.
opnuðu með látum á Íslandi í apríl á síðasta ári og vöktu strax mikla athygli fyrir mjög gott vöruúrval og lægra verð en verið hafði á gleraugum á íslenskum markaði hingað til. Þrjár gleraugnaverslanir Pro Optik eru staðsettar í Hagkaupshúsinu í Skeifunni, í Kringlunni og í Spönginni,Grafarvogi. Verslanirnar bjóða mikið úrval af vönduðum gleraugnaumgjörðum frá þekktum framleiðendum, og aðeins er notast við hágæða sjóngler fyrir hámarks þægindi og öryggi.

Prooptik og Lauf gerðu núna í febrúar með sér samkomulag sem felst í því að Prooptik sem styrktaraðili skuldbindur sig til að senda öllum félagsmönnum Laufs gleraugnaávísun/tilboð þar sem boðin er frí gleraugnaumgjörð, frí sjónmæling og frí gleraugnatrygging þegar keypt eru sjóngler í einni af verslunum prootik.

Þessi nýja leið í markaðsetningu og kynningu sem valin er til að nálgast neytendur, er ein af þeim grunnreglum sem starfað er eftir hjá prooptik gleraugum. Gleraugun og þjónustan er þannig kynnt beint til þeirra sem not hafa fyrir hana. Sleppt er öllum óþarfa milliliðum, auglysingastofum og heilsíðum í dagblöðum, og þannig er hægt að bjóða vandaða hágæða vöru á verði sem hentar öllum.

Fjórir þjónustupunktar prooptik:

Frí gleraugu
Pro Optik býður öllum gleraugnanotendum til 18 ára aldurs gleraugnaumgjörð þeim að kostnaðarlausu gegn framvísun umsóknar frá augnlækni fyrir Sjónstöð/Tryggingastofnun.

Gleraugnatrygging
Pro Optik gleraugnatrygging gildir í eitt ár frá kaupdegi. Ef gleraugun brotna eða skemmast þá útbúum við fyrir þig ný eða sambærileg gleraugu að frádreginni sjálfsábyrgð.

Þriggja ára ábyrgð
Pro Optik veitir viðskiptavinum sínum ábyrgð á öllum gleraugnaumgjörðum vegna framleiðslu- og efnisgalla í þrjú ár. Gildir líka fyrir barnagleraugu. Á ekki við um eðlilegt slit og notkun.

Verðvernd
Pro Optik veitir viðskiptavinum sínum verðvernd á öllum gleraugnaumgjörðum. Hún virkar þannig að ef þú finnur sömu gleraugnaumgjörð ódýrari annars staðar innan 30 daga þá tökum við umgjörðina til baka og endurgreiðum þér kaupverðið að fullu gegn framvísun kassakvittunar.
Pro Optik gleraugnaverslanir bjóða mikið úrval af vönduðum gleraugnaumgjörðum frá þekktum framleiðendum og aðeins er notast við hágæðasjóngler fyrir hámarks þægindi og öryggi. Hjá Pro Optik eru seldar allar helstu tegundir af linsum, s.s mánaðarlinsur , sílikonlinsur, sjónskekkjulinsur og einnota daglinsur á tilboðsverði sem er lægra en áður hefur sést á Íslandi. Tímapantanir í sjónmælingu og upplýsingar varðandi öll tilboð eru gefin í síma 5 700 900 sem er símanúmer fyrir allar verslanir Pro Optik.