Létt hugleiðsluganga Félags flogaveikra og Nýrnafélagsins verður fimmtudaginn 2.október í Laugardal, kl 17;30
Gunnhildur Axelsdóttir leiðir gönguna. Við munum hittast við inngang Húsdýragarðsins og njóta þess að sameina
létta göngu og hugleiðslu. Gönguhugleiðsla sameinar hreyfingu og vakandi athygli þar sem við virkjum skynfærin
að taka eftir en á sama tíma að slaka á, njóta og upplifa heilandi mátt náttúrunnar.
Allir velkomnir!