Ábendingar um hugsanleg réttindi vegna útfyllingar skattaskýrslu. Samkvæmt 65. gr. laga nr. 90/2003 er hægt að sækja um lækkun á tekjuskatti að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin sem sett eru tengjast ýmsum heimilisaðstæðum s.s. veikindum, slysum, mannsláti, veikindum og fötlun barna með langvinna sjúkdóma, framfærslu forelda eða annarra vandamanna, menntunarkostnaði barna 16 –21 árs, verulegu eignatjóni sem ekki hefur fengist bætt, tapi á útistandandi kröfum sem ekki stafa frá atvinnurekstri. Hægt er að kynna sér betur reglur um skilyrði fyrir ívilun á heimasíðu ríkisskattstjóra, www.rsk.is Athugið að umsóknareyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og með þeim þurfa að fylgja gögn sem staðfesta ofangeind atriði.
Óskið eftir slysatryggingu á skattframtali!
Þeir sem setja x við reitinn slysatrygging við heimilisstörf á skattframtal í byrjun árs teljast slysatryggið við heimilisstörf. Tryggingin gildir frá 1. ágúst það ár sem framtalinu er skilað til 31. júlí árið eftir. Einungis er hægt að óska eftir slysatryggingu við heimilisstörf áður en skattayfirvöld hafa móttekið skattskýrslu. Skilyrðið fyrir greiðslum er að slys verði þegar verið er að sinna heimilisstörfum og að um skyndilegan utanaðkomandi atburð sé að ræða. Frekari upplýsingar um hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi er að finna á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins, www.tr.is
Tilvísun
III. kafli Laga um Almannatrygginga nr. 117/1993 slóð,
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1993117.html#G25
Reglugerð um slysatryggingar við heimilisstörf nr. 280/2005 slóð,
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard/nsf/b7fd33650490f8cf00256a07003476bb/f603ecd59bac839d00256fc500540223?OpenDocument