Námskeið fyrir ungt fólk:
Um er að ræða námskeið sem ÖBÍ réttindasamtök og KVAN bjóða í samstarfi fyrir félagsfólk aðildafélaga ÖBÍ á aldrinum 20-35 ára. Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem vilja styrkja sig í sínu einkalífi, í skóla, á atvinnumarkaði eða annars staðar.
Námskeiðið er sérhannað og skipulagt af KVAN en starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins hafa mikla menntun og áralanga reynslu í námskeiðahaldi. Á námskeiðinu geta þátttakendur öðlast verkfæri til að auka sjálfstraust, læra markmiðasetningu, áhrifarík samskipti og að nýta styrkleika sína. Eftir á ættu þátttakendur að geta fundið aukinn kraft, meira jafnvægi og aukið sjálfstraust. Þátttakendur styrkja sjálfstraustið og trú á eigin getu ásamt því að finna leiðir til að vera í meira jafnvægi sem nýtist vel þegar takast þarf á við breytingar hvort sem það er á starfsvettvangi eða í lífinu sjálfu.
Námskeiðið hefst þann 23. nóvember og lýkur þann 7. desember, um þrjú skipti er að ræða, tvo tíma í senn. Kennt verður dagana 23. og 30. nóvember og 7. desember – í húsnæði ÖBÍ að Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Námskeiðskostnað greiðir ÖBÍ að undanskildu 2.500kr skráningargjaldi sem LAUF greiðir fyrir sína félagsmenn.
Ef þú hefur áhuga á að vera með, sendu þá póst til okkar, lauf@vortex.is