Skip to main content
Fréttir

Óskað eftir þátttakendum í rannsókn

By 18 september 2023No Comments

Auglýsing

Viðmælendur óskast í viðtalsrannsókn fyrir systkina barna með fjölþættan vanda.

Kæri viðtakandi,

Ég heiti Anna María Skaftadóttir og er meistaranemi í félagsráðgjöf til starfsrétttinda við Háskóla Íslands. Ég að vinna að meistaraverkefni mínu og fjallar rannsóknin um upplifun og reynslu systkina barna með fjölþættan vanda. Ábyrgðaraðili rannsóknarinnar er dr. Jóna Margrét Ólafsdóttir, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Markmið rannsóknarinnar er að fanga upplifun og reynslu einstaklinga á því að alast upp á sama heimili og systkini með fjölþættan vanda. Einnig að varpa ljósi á þau víðtæku áhrif sem því getur fylgt, svo sem líkamleg, andleg og tilfinningaleg áhrif.

Rannsóknin verður framkvæmd eftir eigindlegum rannsóknaraðferðum og óska ég eftir að taka viðtöl við 10 einstaklinga á aldrinum 18-25 ára sem eiga systkini með fjölþættan vanda. Áætlað er að viðtölin fari fram á tímabilinu september til október og hvert viðtal taki u.þ.b. 50-60 mínútur. Staðsetning og tímasetning viðtala mun vera samkomulagsatriði. Ég mun nota hálfstaðlaðan viðtalsvísi í viðtölum og til að tryggja samræmi í spurningum. Viðtölin verða hljóðrituð og afrituð fyrir úrvinnslu og mun ég sjálf vinna úr gögnum rannsóknarinnar. Nafnleynd og trúnaður verður gætt í hvívetna og munu niðurstöður rannsóknar verða settar fram á þann hátt að ekki sé hægt að rekja svör til einstaklinga. Þátttakendum er heimilt að hætta þátttöku án nokkurar útskýringar á öllum stigum rannsóknarinnar auk þess er ekki skylt fyrir þátttakendur að svara öllum spurningum rannsakanda. Gögnum rannsóknar verður eytt í janúar 2024 að rannsókn lokinni.

Þátttaka í rannsókninni er mikilvæg til þess að auka þekkingu á þessu sviði og geta niðurstöður rannsóknar nýst til að kortleggja þarfir systkina barna með fjölþættan vanda. Áður en þátttaka hefst munu þátttakendur rannsóknarinnar skrifa undir upplýst samþykki í tvíriti og fá afhent kynnignarbréf.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt eða fá fleiri upplýsingar um rannsóknina er þér velkomið að hafa samband við mig í gegnum netfangið ams60@hi.is eða í síma 857-0811. Auk þess er hægt að hafa samband við ábyrgðaraðila rannsóknarinnar, dr. Jónu Margréti Ólafsdóttur í síma: 5255997 eða senda tölvupóst á netfangið jona@hi.is

 

Virðingarfyllst,

Anna María Skaftadóttir