Samstarfssamningur Olís og Laufs
Kæri félagsmaður
Olís og Landssamtök áhugafólks um flogaveiki hafa gert með sér víðtækt samkomulag um útgáfu félagsskírteinis félagsmanna Laufs. Félagsskírteinið veitir afsláttarkjör algerlega óháð tegund greiðslumiðils.
Afsláttur af Eldsneyti og vörum
Olís býður gott vöruúrval fyrir þig og bílinn þinn, með því að framvísa kortinu færðu:
6 kr. í afslátt af hverjum lítra í fullri þjónustu hjá Olís
4 kr. í afslátt af hverjum lítra í sjálfsafgreiðslu hjá Olís
10 % afslátt af öllum vörum* í verslunum Olís og Ellingsen
* Afslátturinn gildir ekki af tóbaki, happdrættismiðum, símkortum, tímaritum, ferðavögnum og tilboðsvörum.
Stuðningur við Lauf
Í hvert skipti sem þú framvísar kortinu styður þú Lauf. Olís greiðir 0,5% af andvirði viðskipta þinna á sérstakan söfnunarreikning Laufs til frekari eflingar félagsins.
Óháð tegund greiðslumiðils
Kortinu verður að framvísa hjá Olís áður en til greiðslu kemur til að fá ofangreind afsláttarkjör*. Hægt er að greiða með hvaða greiðslumiðli sem er s.s kreditkortum, debetkortum, Olís-kortum eða peningum.
*Ef hópakortinu er framvísað með Olískorti þá gilda kjör hópakortsins.
Það er von okkar að þetta samstarf komi sér vel fyrir þig og þína.
Starfsfólk Olís og Laufs