Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshúsin Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól eða áramót. Húsin eru leigð annars vegar frá 23/12 – 28/12 og hins vegar 28/12-2/1 svo að fjórar fjölskyldur fái að njóta.
Umsóknarfrestur rennur út 1. október og verða allar umsóknir teknar til skoðunar þá. Úthlutun mun liggja fyrir í kringum 10. október.
Sjá frétt af vefsíðu hér: https://www.umhyggja.is/is/frettir/enginn-titill-3
Hægt er að sækja um hér: https://www.umhyggja.is/is/umsokn-um-orlofshus-jol-eda-aramot