Skip to main content

Nú höfum við fengið formlega staðfestingu frá Sjúkratryggingum um niðurgreiðslu á úrum sem nema flog og senda boð til aðstandenda.

þetta er svarið sem við fengum:

Embrace úrin eru greidd 70% skv. reglugerð. Það á þá við úrið sjálft. Kostnaður við appið sem þarf að nota til að virkja úrið er greiddur af notanda.

Reynslan hefur sýnt að úrið nemur öll flog nema Tonic-Clonic convulsive flog og hefur því miður ekki komið að notum í þeim tilfellum. Úrið er í stöðugri þróun og helstu upplýsingar um úrið og virkni þess er að finna á heimasíðu framleiðanda https://www.empatica.com/embrace2/

Kostnaður við úrið hefur verið á bilinu 30.000 – 35.000 kr ( miðað við gengi 2021) og Sjúkratryggingar greiða 70 % af þeirri upphæð og þá er kostnaður til notanda um 10.000 kr.