Skip to main content

Nokkrir hafa haft samband og spurt út í það hvort fólk með flogaveiki teljist til áhættuhópa út frá corona-veiru smiti.

Stutta svarið er Nei.

Flogaveiki í sjálfu sér gerir fólk ekki útsettara fyrir veirusmiti og veldur því ekki að fólk verði alvarlegar veikt ef það smitast.

HINSVEGAR er rétt að muna að fjölmargir flogaveikir eru til viðbótar með ýmsa aðra undirliggjandi sjúkdóma/kvilla/veikleika, og þeir geta auðvitað valdið því að fólk sé í meiri hættu.

EN sem sé, flogaveikin sjálf hefur, að því er rannsóknir sýna enn sem komið er amk, ekki áhrif gagnvart corona smiti.