Skip to main content

Þjónusta í þróun – hvað gerir heilsugæslan fyrir þig?

Málþing þriðjudaginn 7. maí, kl. 15-18 á Grand hótel.

Breytingar standa yfir á heilsugæslunni, sem á að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Heilsugæsluþjónusta er nú örorkulífeyrisþegum að kostnaðarlausu, en hvaða þjónusta stendur þeim til boða?

Það á að efla teymisvinnu, með m.a. heimilislæknum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum og sálfræðingum, en hver er staðan? Hvað er gert til að stytta biðtíma? Hvað er gert til að auka sjúklingum yfirsýn yfir sín mál? Hvert er aðgengið að sálfræðiþjónustu? Hvaða ráð eru um hreyfingu og mataræði? Hvernig virkar tilvísanakerfið að sérfræðingum? Hvers er að vænta?

Drög að dagskrá:

Athugið breyttan tíma!

15:00 – 15:10 Ávarp fundarstjóra

15:10 – 15:25 Heilsugæslan – hlutverk og þróun. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

15:25 – 15:45 Heilsuvera. Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur

15.45 – 16.05 Heilbrigður lífsstíll. Hjúkrunarfræðingur HH

16:05- 16:25 Hreyfiseðlar – allir með! Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari HH

16:25 – 16:45 Kaffi

16.45 – 17.05 Geðteymi heilsugæslunnar. Hrönn Harðardóttir teymisstjóri, Geðteymi vestur og ngólfur Sveinn Ingólfsson geðlæknir

17:05 – 17:25 Heilbrigð sál…..Óttar G Birgisson sálfræðingur heilsugæslu Seltjarnarness

17:25 – 17:45 Gagnleg og góð þjónusta – eða hvað? Notandi (reynslusaga um árangur) NN

17:45 – 18:00 Væntingar til heilsugæslunnar í nútíð og framtíð. Samantekt fundarstjóra

180:00 Ráðstefnuslit

Allir velkomnir!

Boðið er upp á rittúlkun, en ekki táknmálstúlkun.

Skráning á obi@obi.is

Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál