Minnum á Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2018 sem afhent verða á Alþjóðadegi fatlaðra 3. desember n.k. sjá á eftirfarandi slóð. http://www.un.org/en/events/disabilitiesday/.
Óskað er eftir tilnefningum í eftirfarandi flokka fyrir 15 september 2018.
Verðlaunaflokkarnir eru fjórir:
Einstaklinga
Fyrirtækja og stofnana
Umfjöllunar og kynninga
Aðildarfélaga ÖBÍ
Nánar um verðlaunin:
Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu og með því stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Sjálfsagt er að tilnefna sömu aðila og áður hafa verið tilnefndir ef vitað er að þeir séu vel að verðlaununum komnir.
Vinsamlegast sendið tilnefningar rafrænt á eyðublaði sem finna má á heimasíðu ÖBÍ á slóðinni: https://www.obi.is/…/hvatningar…/hvatningarverdlaun-eydublad
Einnig má prenta eyðublaðið út og senda í hefðbundnum pósti til Kristínar M. Bjarnadóttur starfsmanns nefndarinnar á skrifstofu ÖBÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Félög og félagasamtök eru hvött til að vekja athygli félagsmanna sinna og velunnara á verðlaununum og leita til þeirra um tilnefningar, s.s. með útsendingu fjölpósts og tengingu ofangreindrar slóðar inn á heimasíðu félagsins eða á facebook hóp. Það er einlæg von okkar að við öll, aðildarfélögin og ÖBÍ hjálpist að við að gera daginn sem glæsilegastan.
Undirbúningsnefndina skipa:
Elín Hoe Hinriksdóttir, ADHD samtökin
Fríða Rún Þórðardóttir, Astma og ofnæmisfélag Íslands
Helga Magnúsdóttir, Sjálfsbjörg lsh
Margrét Haraldsdóttir, Félag nýrnasjúkra
Karl Þorsteinsson, Ás styrktarfélag.
Valur Höskuldsson, MND félagið á Íslandi
Vignir Ljósálfur Jónsson, HIV-Ísland