Skip to main content

List án landamæra verður haldin dagana 3. til 13. maí á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi í ár og helgina 26. og 27. maí á Norðurlandi. Allir sem vilja af landinu öllu geta tekið þátt í hátíðinni. Hægt er að sækja um þátttöku til 9. apríl nk. og er það gert með því að fylla út form sem finna má á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/6tAdD816WKFa4n8i1

Í ár er sértök áhersla lögð á tímatengda list svo sem leiklist, gjörninga, tónlist, ljósmyndir, upplestur og vídjólist. Öll listform eru þó hjartanlega velkomin.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá framkvæmdastýru hátíðarinnar, Ragnheiði Maísól, með því að senda póst á listanlandamaera@gmail.com eða hringja á skrifstofutíma í síma 691 8756.

Einnig má hringja í framkvæmdastýru til að fá aðstoð við að fylla út formið

Við biðjum ykkur að koma þessu upplýsingum áfram til fatlaðra listamanna í kringum ykkur. Nánari uppýsingar um hátíðin má finna á http://www.listin.is