Félag nýrnasjúkra, LAUF félag flogaveikra og Parkinsonsamtökin óska eftir samstarfi við félagsráðgjafa í tímabundið verkefni til 15.júní2018 með möguleika á áframhaldandi samstarfi.
Helstu verkefni
- Einstaklings-, para og fjölskylduviðtöl
- Veita upplýsingar um réttindamál og félagsleg úrræði og aðstoða
félagsmenn við að sækja um þá þjónustu sem þeir þarfnast. - Meta félagslegar aðstæður, veita ráðgjöf og stuðning og aðstoða félagsmenn
við umsóknir um félagsleg úrræði - Taka þátt í að smræma þjónustu og fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra.
- Taka þátt í að skipuleggja fræðslustarf, vera með fræðsluefni á fundum og vinna
að fræðsluefni.
Hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
- Frumvkæði og sveigjanleiki í starfi
- Lipurð og hlýleiki í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubörgð
Um er að ræða nýja þjónustu hjá félögunum og þarf viðkomandi aðili að móta starfið.
Öll félögin eru með sameiginlega aðstöðu í Setrinu, Hátúni 10. Um er að ræða hlutastarf u.þ.b 35% starf en
vinnutíma eftir samkomulagi. Verkefnið er tímabundið til 15. júní 2018 með möguleika á áframhaldandi samstarfi og auknu starfshlutfalli. Nánari upplýsingar veitir Erna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Parkisonsamtökunum
Umsóknir sendast á netfangið parkinsonsamtokin@gmail.com ekki síðar en 15.mars
/wp-content/uploads/2023/01/Setrid-Atvinnuauglýsing-Félagsrádgjafi-800x1000px1.pdf