ÖBÍ boðar til opins fundar með frambjóðendum til Alþingis á Grand Hótel, laugardaginn 8.október næstkomandi kl.14-16.
Að fundi loknum verður boðið upp á kaffiveitingar og gefst fundargestum þá tækifæri til að ræða nánar við frambjóðendur.
Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til Alþingis sitja fyrir svörum á fundinum, þeir svara spurningum frá málefnahópum ÖBÍ en einnig spurningum úr sal.